Fréttir

Hvernig nemendur miðla upplýsingum

Nemendur í níunda bekk fjalla um mannréttindi, mannfjölda, menningu, trúarbrögð og fleiri álíka viðfangsefni sem tengist lífi mannsins í samfélagi manna víða á Jörðinni. Nemendum var skipt í hópa og öttu kappi í því hvernig væri best að miðla hvers konar upplýsingum. Upphófst lestur bóka og upplýsingaöflun á netinu.
Lesa meira

Þemadagar - Umhverfið okkar

Næstu þrjá daga eru þemadagar í skólanum. Þemað er Umhverfið okkar. Nemendum 1. – 5. bekkjar er blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. – 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fara nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.
Lesa meira

Lesfimi fyrir alla

Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Lesfimiðviðmið eru sett þannig fram að þau sýna stíganda í færni nemenda frá einum bekk til annars. Þetta eru almenn viðmið fyrir nemendur í hverjum árgangi sem endurspegla þær kröfur sem þeir þurfa að mæta á næstu stigum náms.
Lesa meira

Atvinnuþátttaka ungmenna er mikil

Háskóli Íslands hefur undanfarið rannsakað vinnutengda heilsu og öryggi íslenskra ungmenna. Algengt er að vestræn ungmenni stundi tímabunda vinnu samhliða skóla og launavinna íslenskra ungmenna er óvenju mikil. Í vestrænum ríkjum gilda lög um lágmarksaldur við vinnu og sérstaka vinnuvernd ungmenna. Þó eru ungmenni í meiri hættu á að lenda í vinnuslysum en fullorðnir og vinnutengd heilsa og öryggi fullorðinna í tímabundinni vinnu er ekki jafn vel tryggð og fastráðinna.
Lesa meira

Flatir keppir komast betur fyrir

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. Slátur er haustmatur og er gerður í sláturtíðinni en fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi. Hún hefur svo farið smá minnkandi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur taki slátur saman.
Lesa meira

Lestrarvinir skólans

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Það hefur fjölgað í þeim góða hópi og nú koma lestrarafar einnig í heimsókn. Því er talað um lestrarvini skólans.
Lesa meira

Nýtt leiktæki á lóðinni

Nemendum skólans og börnum á Húsavík barst góð gjöf frá Orkuveitu Húsavíkur í gær. Alhliða hjólabraut sem var komið upp á skólalóðinni í gær. Nemendur nota hlaupahjól, hjólabretti og hvers konar aðra hjólhesta til að renna sér á brautinni.
Lesa meira

Haustsigling hjá unglingunum

Norðursigling hefur undanfarin ár boðið nemendum 8. – 10. bekkjar í haustsiglingu á Skjálfanda. Farið er í Flatey, tekið land í Naustavík og hvalaskoðun. Að þessu sinni var farið í hvalaskoðun. Veður var frábært, stilla og sextán gráður. Sömuleiðis var gott í sjóinn þó að sumir hafi fundið fyrir sjóveiki.
Lesa meira

Göngudagur í góðu veðri

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert.
Lesa meira

Samskóladagur allra skólastiga

Á föstudaginn mættu rúmlega 100 kennarar alls staðar að úr Þingeyjarsýslu í Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem Þekkingarnetið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu saman að samskóladegi. Dagurinn er partur af Evrópuverkefninu Cristal þar sem áhersla er á að koma tæknimennt, frumkvöðlafræðum og sjálfbærni inní kennslu á öllum skólastigum.
Lesa meira