26.09.2013
Iðjuþjálfafélag Íslands stendur aftur í ár fyrir Skólatöskudögum víðs vegar um landið dagana 30. september til 04. október sem bera yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin. Skólatöskudagar eru haldnir af iðjuþjálfum um allan heim í september að bandarískri fyrirmynd. Hér hjá okkur í Borgarhólsskóla munum við fara í 4., 7.og 10. bekk.
Lesa meira
20.09.2013
8. og 9. bekkur fóru úr Hólmatungum í Vesturdal miðvikudaginn 11. september. Veðrið var sérlega gott, hið fullkomna gönguveður, hvorki of kalt né of heitt. Nemendur mættu jákvæðir og vel útbúnir, allir voru tilbúnir í þessa göngu.
Lesa meira
17.09.2013
Vignir, Ágúst Þór og Sverrir í 9.bekk segja hér frá gönguferð frá Hólmatungum í Vesturdal 11.september.
Hlökkum til að fá fleiri þætti frá þeim.
Lesa meira
13.09.2013
Mánudagurinn 16. september verður G R Æ N N dagur í Borgarhólsskóla. Þá koma allir sem vilja í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.
Lesa meira
12.09.2013
Matráður og starfsmaður óskast til starfa í mötuneyti Borgarhólsskóla sem þjónar nemendum og starfsmönnum skólans.
Lesa meira
09.09.2013
Á miðvikudag nk. er göngudagurinn. Allir bekkir skólans ganga hinu ýmsu leiðir í nærumhverfi sínu og njóta útivistar og náttúru. Undir flipanum nemendur/fastir liðir má sjá hvert allir fara. Minnum bara alla á að vera með gott og hollt nesti sem og klæða sig eftir veðri. Þennan dag er sérstaklega gott að hafa með sér aukasokka. Frekari upplýsingar koma í tölvupósti til foreldra.
Lesa meira
26.08.2013
Skólastarf hófst að nýju í blíðskapar veðri sl. föstudag. Í fyrsta skipti hittumst við öll í Íþróttahöllinni og var að gaman að sjá alla samankomna á einum stað. Þórgunnur skólastjóri bauð nemendur, foreldra og starfsfólk hjartanlega velkomna til samstarfs og minnti okkur á að við öll sem að skólanuum stöndum sköpum skólabraginn.
Ekki var annað að sjá og hægt að finna en spenna væri fyrir komandi vetri og tilhlökkun.
Lesa meira
14.08.2013
Laust er til umsóknar starf skólaliða 50-65% starfshlutfall. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2013.
Lesa meira
20.06.2013
Starf í Borgarhólsskóla hefst aftur að loknu sumarfríi föstudaginn 23.ágúst kl. 17.00 í íþróttahöllinni allir árgangar mæta á sama tíma.
Lesa meira
07.06.2013
Veðurblíðan hefur leikið við okkur þessa síðustu daga skólaársins...
Lesa meira