Fréttir

Nú eru 10. bekkingar örugglega farnir að huga að því hvað þeir ætla að gera eftir grunnskólann.

Hvað er betra en að vera í heimabyggð í faðmi fjölskyldunnar? Í FSH er fjölbreytt námsframboð sem sjá má hér: http://www.fsh.is/namid/namsbrautir/ . FSH hefur boðið sterkum námsmönnum í 10. bekk upp á kjarnaáfanga samhliða námi sínu í Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Ert þú í 10. bekk og vilt sýna hvað í þér býr?

Viltu flýta fyrir þér í námi eða útskrifast af fleiri en einni braut? Stefnir þú á VMA? Þá gæti Matsönn 2013 verið eitthvað fyrir þig.
Lesa meira

Vísa vikunnar

Lausnin á síðustu gátu er: KASSI
Lesa meira

Þorpið sem elur upp barnið

Við í Borgarhólsskóla erum svo lukkulega að vera í góðu sambandi við samfélagið, umhverfið og foreldra barnanna í skólanum.
Lesa meira

Vísa vikunnar

Hér kemur ný vísa og lausnin við siðustu gátu var: STOKKUR
Lesa meira

Námsferð og jákvæður agi

Stærstur hluti starfsfólks Borgarhólsskóla lagði leið sína til New Jersey þann 27.október sl. Ástæða ferðarinnar var námskeið í uppeldisstefnu sem ber heitið Positive Discipline eða Jákvæður agi en það er sú stefna sem við ætlum að innleiða í allt starf skólans.
Lesa meira

Vísa vikunnar

Hér kemur ný vísa og lausnin við siðustu gátu var: GARÐUR
Lesa meira

Smiðjur - miðönn

Kynningarbækling og valblöð fyrir smiðjur miðannar í 9. og 10. bekk má nálgast hér.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.
Lesa meira

Rafbókagjöf

Grunnskólanemum stendur til boða að nálgast átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson á rafbókaveitunni emma.is, og lesa eins og þá lystir.
Lesa meira