08.03.2019
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2003 eða síðar) hefst í dag föstudaginn 8. mars og lýkur mánudaginn 12. apríl. Nemendur fengu afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina sent á lögheimili sitt. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Lesa meira
01.03.2019
Í vikunni fór fram skólasamkoma skólans. Þar frumsýndi sjöundi bekkur leikritið Annie í leikstjórn Ástu Magnúsdóttur og Karenar Erludóttur. Viðtökur voru mjög góðar og var fullt úr úr dyrum á samkomunni. Þess vegna hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvær aukasýningar næstkomandi mánu- og þriðjudag klukkan áttánhundruð.
Lesa meira
27.02.2019
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin er fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
25.02.2019
Bæði nemendur áttunda og tíunda bekkjar hafa verið að fjalla um flóttafólk í samfélagagreinum. Þá er unnið með skilgreiningar á hugtökum eins og kvótaflóttafólk, efnahagsflóttafólk og leitað skýringa á hvers vegna fólk er á flótta en um 60 milljónir manna eru á flótta víða á Jörðinni. Nemendur hafa kannað hvernig flóttafólk ferðast, hvar það leitar skjóls og hvert förinni er heitið.
Lesa meira
22.02.2019
Í gær fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Fimmtán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri. Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa fyrir keppninni á landsvísu en umsjón með verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði.
Lesa meira
21.02.2019
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur tíunda bekkjar í morgun. Hann fjallar um það að vera ástfanginn af lífinu. Hann fer yfir ýmsar lífsreglur og hvernig fólk nær árangri og hvað einstaklingur gerir til þess að fá sem mest út úr tilverunni með sjálfan sig að vopni. Hann spjallar við nemendur um leiðtogafærni og sjálfsvirðingu.
Lesa meira
20.02.2019
Í bókinni Komdu og skoðaðu líkamann sem einkum er ætluð nemendum í fyrsta og öðrum bekk er fjallað um gerð líkamans, starfsemi hans og þarfir. Nemendur fyrsta bekkjar hafa undanfarið blandað saman íslenskukennslu og samfélagsgreinum og unnið með bókina og efni hennar.
Lesa meira
19.02.2019
Nemendur í tíunda bekk voru fyrir skemmstu að vinna verkefni í dönsku um tísku. Unnið var með orðaforða í tengslum við föt og fylgihluti. Lokaverkefni, sem var hópverkefni, var myndband þar sem hópar gerðu tískusýningu. Að sjálfsögðu allt á dönsku.
Lesa meira
18.02.2019
Nýlega fór fram meistaramót innanhúss í frjálsum íþróttum ellefu til fjórtán ára. Um er að ræða mótaröð en Héraðssamband Þingeyinga átti sex fulltrúa sem allir stóðu sig með sóma.
Lesa meira
14.02.2019
Nokkrir nemendur úr sjötta bekk hafa undanfarið farið í heimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og til félagasamtaka. Í upphafi var haldinn fundur með nemendum þar sem þeim bauðst að koma með sínar óskir hvert þeir vildu fara og hvað þeir vildu skoða.
Lesa meira