Fréttir

Landnám & saga á Húsavík

Landnám Íslands hefur sterka tengingu við Húsavík. Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að rannsaka og læra um landnám Íslands. Þar er lögð áhersla á Húsavík, hinn sænska Garðar Svavarsson og þrælinn hans, Náttfara.
Lesa meira

Lús - louse - wszy

Lús hefur nú greinst innan allra árganga í skólanum. Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Búið er að senda leiðbeiningarbækling á nokkrum tungumálum á hvert heimili.
Lesa meira

Að loknum samræmdum könnunarprófum

Nemendur sjöunda bekkjar þreyttu samræmt könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í gær og dag. Prófin eru venju samkvæmt tekin í spjaldtölvu. Fyrirlögn gekk reglulega vel. Nemendur mættu jákvæðir og afslappaðir til leiks og gerðu sitt besta.
Lesa meira

Að segja sögu móður sinnar

Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar fóru á sýningu í Gamla Samkomuhúsinu í dag. Þar fór fram einleikurinn Velkomin heim eftir Maríu Thelmu Smáradóttur, í leikstjórn Köru Hergils og Andreu Vilhjálmsdóttur. Í sýningunni tvinnar leikkonan María Thelma Smáradóttir saman sögu móður sinnar sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi og sína eigin sögu. Hún fjallar um tvo ólíka menningarheima sem mætast, þann íslenska og þann tælenska.
Lesa meira

Jarðsetning

Þegar bæjarbúar vakna að morgni og ganga til vinnu sinnar er sprúðlandi fuglasöngur í hverju tré. Skógarþrestir fljúga á milli trjánna og kannski orðnir heldur kenndir enda reyniberin víða orðin ansi þroskuð.
Lesa meira

Næring í próteinstykki?

Viðfangsefni nemenda í níunda bekk í náttúrugreinum var næringarfræði í liðinni viku. Eitt af viðmiðum aðalnámskrár er að nemendur geti útskýrt hvernig einstaklingur geti stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun. Næringarfræðin er liður í þeirri kennslu.
Lesa meira

Útivist og hreyfing á degi íslenskrar náttúru

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert.
Lesa meira

Að rannsaka hið smáa

Nemendur í fyrsta bekk finna ýmislegt áhugavert á skólalóðinni. Þeir fundu geitung fyrir nokkrum dögum og vildu rannsaka hann betur. Nemendur fengu örkennslustund þar sem stærðir hluta voru skoðaðar, allt frá stærstu stjörnuþokum niður í bylgjulengdina inn í örbylgjuofninum. Sömuleiðis skoðuðu þeir geitunginn góða í smásjá.
Lesa meira

Göngum í skólann

Þrátt fyrir rigningu í morgun og suddaveður var Borgarhólsskóli skráður til leiks í verkefnið Göngum í skólann. Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann", sem nýtur stuðnings "Go for Green" og annarra samstarfsaðila.
Lesa meira

Björt í sumarhúsi

Elstu nemendur Grænuvalla komu í heimsókn í morgun og fóru ásamt nemendum í fyrsta, öðrum og þriðja bekk á leiksýninguna Björt í sumarhúsi í Salnum. Verkið er söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”.
Lesa meira