Fréttir

Einn af hverjum fjórum

Alls störfuðu 169 grunnskólar á landinu skólaárið 2018-2019, sami fjöldi og árið áður. Einkaskólar voru 13 talsins. Það er til ansi mikið af tölulegum gögnum varðandi starfsemi grunnskólanna, s.s. hlutfall kennara með réttindi og leiðbeinendur, hlutfall nemenda með erlent ríkisfang o.fl
Lesa meira

Bækur breyta heiminum

Höfundamiðstöð rithöfundasambands Íslands býður grunnskólum landsins upp á bókmenntadagskrá undir nafninu Skáld í skólum. Höfundar sækja skólana heim til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Þeir tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði. Verkefnið er á sínu 14. starfsári og hefur fyrir löngu sannað sig sem ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins, en hátt í 70 mismunandi dagskár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf fyrst göngu sína 2006.
Lesa meira

Að skapa verk undir borði

Að liggja við að mála og skapa. Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa legið undir borði, horft upp í loft kapellunnar undir borði eins og Michelangelo Buonarroti gerði á sínum tíma. Hann fæddist árið 1475 og var ítalskur myndhöggvari, listmálari og arkitekt sem uppi var á endurreisnartímanum. Með frægustu verkum hans eru freskurnar í loftinu í Sixtínsku kapellunni og hvolfþakið á Péturskirkjunni í Róm.
Lesa meira

Að skapa eigið námsumhverfi

Það er mikilvægt að skapa nemendum jákvætt og þægilegt námsumhverfi. Nemendur í Námsveri í teymi átta, níu og tíu tóku sig til undir handleiðslu starfsfólks skólans og sköpuðu sitt eigið námsumhverfi. Það þurfi að ákveða litinn, undirbúa framkvæmdina, gera við skemmdir, pússa og síðan mála.
Lesa meira

Bifur áskorunin – rökhugsun & tölvufærni

Nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk taka þátt í BEBRAS-áskoruninni sem er framkvæmd í upplýsingatæknikennslustundum um miðjan nóvember næstkomandi. Áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni.
Lesa meira

Eigin lausnahjól

Uppeldisstefna skólans er Jákvæður agi. Grunnskólum er ætlað að tileinka sér og hafa uppeldisstefnu. Starfsfólk hefur farið á mörg námskeið bæði hérlendis og erlendis. Síðan árið 2013 hefur Jákvæður agi haft mikil áhrif á skólastarfið, s.s. bekkjarfundir, aukin áherlsa á samtal með virðingu og festu og lausnahjólið.
Lesa meira

Diskótek sem hæfniviðmið

Einn liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag sjöunda bekkjar er að halda diskótek. Nýlega héldu nemendur bekkjarins diskótek en nemendur sjöunda bekkjar fara í skólabúðir í Mývatnssveit. Diskótek eiga sér langa sögu í Borgarhólsskóla en umsjónarkennarar hafa veg og vanda að skipulagningu í samstarfi við foreldra.
Lesa meira

Mæður í meirihluta

Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 43% tilfella, saman mæta foreldrar í 45% tilfella og í 11% viðtala mæta feður einir.
Lesa meira

Að ganga í skólann

Skólinn er þátttakandi í verkefninu Göngum í skólann. Nemendur hafa verið að vinna að því að merkja helstu gönguleiðir um Húsavík sem leiða að Borgarhólsskóla. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, hlaupahjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.
Lesa meira

Sorrý, ég svaf hjá systur þinni

Gleðilega hátíð en nemendur tíunda bekkjar frumsýndu síðla dags verkið Sorrý ég svaf hjá systur þinni. Höfundar verksins eru þeir Freyr Árnason, Hermann Óli Davíðsson og Arnar Dan Kristjánsson. Karen Erludóttir leikstýrði verkinu.
Lesa meira