18.12.2019
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatré skólans sem prýða mun Salinn á Litlu jólum. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem umhverfisstjóri Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira
16.12.2019
Nemendur fyrsta bekkjar fóru í heimsókn á Heilbrigðisstofnuninni, Skógabrekku til að syngja jólalög fyrir heimilisfólk. Söngurinn vakti mikla gleði og kallaði fram bros á þeim sem á hlýddu. Krakkarnir stóðu sig reglulega vel og eins og segir í laginu,
„þá lífgar samt upp,
og léttir þungt skap,
líflegur ys og þys.
Heimsóknin tókst vel og mikil upplyfting í skammdeginu að fá börnin í heimsókn.
Lesa meira
12.12.2019
Samkvæmt tilkynningu frá RARIK sem gefin var út í morgun má búast við rafmagnstruflunum í dag, fimmtudag. Rafmagn fór af Húsavík í morgun og var óstöðugt. Skólastjórnendur ákváðu að fella niður skólahald af þessum sökum. Það er síður léttvæg ákvörðun enda gæti rafmagn haldist inni í allan dag. Í því felst óvissan. Aðföng bárust ekki í skólann vegna ófærðar. Hluti skólans er alveg rafmagnslaus vegna bilunar. Símkerfi og internet liggur niðri.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahaldi er aflýst á morgun og hvatt til að halda sig innan dyra.
There is no school tomorrow and people asked to stay indoor.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahaldi lýkur kl. 1300 í dag.
At 13:00 today the school will close.
Lesa meira
09.12.2019
Spáð er aftakaveðri víða á landinu á morgun og miðvikudag. Ástæða er til að fylgjast vel með viðvörunum og veðurspám og ljóst að ekkert ferðaveður er á landinu meðan þetta gengur yfir.
The weather forecast for tomorrow and Wednesday is extremely bad. We recommend that people take necessary action, watch and monitor the forecast. This is no weather for traveling outside the Húsavík area.
Lesa meira
09.12.2019
Undanfarin ár hafa stjórnvöld og menntakerfið lagt mikla áherslu á lestur. Það er mikilvægt leggja rækt við íslenska tungu og byggja upp orðaforða. Ein besta leiðin er að njóta þess að lesa. Þá þurfa börnin fyrirmyndir og leiðsögn við lesturinn.
Lesa meira
06.12.2019
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti á Jarðarkringlunni. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira
05.12.2019
Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Þær gleðja sannarlega enda er það hugurinn sem gildir eins og segir í máltækinu. Í Borgarhólsskóla starfa 69 einstaklingar. Ef haldið yrði jólapúkk meðal starfsfólks þar sem hver kæmi með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira
05.12.2019
Nemendum í skólanum okkar fjölgaði um rúm 5% sem er sannarlega ánægjulegt. Mest fjölgar nýjum nemendum, fyrir utan fyrsta bekk, með annað móðurmál en íslensku.
Lesa meira