Fréttir

Læsisráð og alþjóðadagur bókarinnar

Lestur byggist á tungumálinu og því má segja að lestrarnám hefjist þegar barn fer að veita málhljóðum tungumálsins athygli, reyna að tjá sig og skilja það sem sagt er. Læsi verður til á löngum tíma. Lagður er grunnur að því á fyrstu árum ævinnar eða strax við máltöku. Hljóðkerfis- og hljóðavitund gegna mikilvægu hlutverki hvað lestrarnám varðar.
Lesa meira

Skólastarf eftir 4. maí

Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarf. Nú er ljóst að skólastarf tekur breytingum eftir 4. maí. Skólastjórnendur undirbúa þær breytingar sem munu eiga sér stað og tilkynna um leið og þær liggja fyrir. Þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi verður starf grunnskóla með hefðbundnari hætti. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum, sem og annars staðar, og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi.
Lesa meira

Virðum eigur annarra

Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr. Eitt slíkt atvik hefur þegar komið upp.
Lesa meira

Að læra heima í #menntaborg

Það liggur fyrir að skólastarf verður með breyttu sniði næstu daga og vikur. Skipulag skólastarfs miðar við að nemendur mæti í skólann. Hefðbundinn skóladagur var um sex til sjö klukkustundir en er nú um þrjár til fjórar. Nám er breytt, kennsla er öðruvísi en menntun jafn mikilvæg nú sem aldrei fyrr.
Lesa meira

Hópamyndun og fjórði maí

Það er í gildi samkomubann og takmarkanir á samveru fólks. Það hefur ekki tekið breytingum og gengið mjög vel. Þann 4. maí eða eftir sautján daga eiga að taka gildi tilslakanir vegna þessa. Vissulega getum við verið bjartsýn en fylgja um leið reglum yfirvalda. Nú er ekki tími til að sýna værukærð.
Lesa meira

Kannski forseti í framtíðinni?

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnaði níræðisafmæli sínu í gær. Nemendur sjötta bekkjar lærðu um ævi hennar og störf að þessu tilefni og voru mjög áhugasamir. Það sköpuðust miklar og góðar umræður um jafnréttismál og stöðu kvenna á Jörðinni. Nemendur fjölluðu um hvað hefur áunnist í gegnum árin, hvar við stöndum sem samfélag í dag og hvert við stefnum til að stuðla að enn meiri jöfnuði fyrir alla.
Lesa meira

Börn berskjölduð gagnvart skugghliðum netsins

Það geisar heimsfaraldur, samkomubann í gildi og ferðatakmarkanir. Tilveran hefur tekið talsverðum breytingum á stuttum tíma. Foreldrar eru hvattir til að draga úr því að börn sín séu á annarra heimilum og ferðast innanhúss í staðinn. Þá viðast tölvan, síminn og internetið sem heillandi heimur. Eðlilega.
Lesa meira

Fylgjum fyrirmælum – verum heima um páska

Framundan eru páskar. Nú halda nemendur og starfsmenn glaðir og ánægðir inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi verður skipulagsdagur hjá starfsfólki. Nemendur eru í leyfi þennan dag.
Lesa meira

Hvetja til heimalesturs með allskonar

Lestur er grundvallaratriði. Lestur og menntun helst í hendur og menntunarstig Íslendinga er mál allra landsmanna svo við hvetjum börnin okkar til lestrar allt árið um kring. Foreldrar eru miklar fyrirmyndir. Kennarar í fyrsta bekk hafa sett nemendum fyrir hvers konar fyrirmæli við lesturinn; að lesa í baði, upp á eldhúsbekk, með derhúfu, undir teppi með vasaljós, með sólgleraugu og með frjálsri aðferð.
Lesa meira

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur

Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Norðurlandi eystra blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið var núna í dag, fimmtudaginn kemur 2. apríl. Teflt verður á chess.com Mótin eru opin öllum grunnskólanemendum svæðisins. Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á "next match" þegar skákin er búin.
Lesa meira