26.05.2020
Verkefnið Reyklaus bekkur hófst í Finnlandi fyrir 30 árum. Ísland tekur nú þátt í tuttugasta og fyrsta sinn. Allir nemendur sjöundu, áttundu og níundu bekkjar grunnskóla geta tekið þátt ef enginn nemandi í bekknum notar tóbak eða rafrettur. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri við að draga úr notkun á tóbaki. Embætti landlæknis heldur utan um verkefnið.
Lesa meira
22.05.2020
Nemendur í sjöunda bekk hófu forræktun á grænmeti fyrir skemmstu. Þeir voru að læra um Ísland og landið sem ferðamannastað. Þeir settu plómutómata, papriku, hvítlauk, blaðlauk og kartöflur í forræktun. Útbúinn var ræktunarreitur á skólaóðinni fyrir kartöflu- og laukræktun. Vonandi verður uppskeran góð.
Lesa meira
15.05.2020
Senn lýkur skólaárinu 2019-2020 og nýtt tekur við. Fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólaárs. Skólastarf nemenda hefst 24. ágúst næstkomandi. Í lok september er skipulagsdagur starfsfólks og samtal heimilis og skóla. Í lok október og byrjun nóvember eru skipulagsdagar starfsfólks og haustfrí. Það er lengra frí nemenda en oft áður.
Lesa meira
14.05.2020
Skólaárið er senn á enda og annað tekur við með nýjum nemendum sem hefja sína grunnskólagöngu. Börn fædd árið 2014 innritast í fyrsta bekk fyrir næsta skólaár. Innritun er með breyttu sniði að þessu sinni og er aðeins rafræn.
Lesa meira
13.05.2020
Nemendur í tíunda bekk voru að læra um hagfræði á dögunum í þjóðfélagsfræði. Þeir áttu að skila verkefni um viðfangsefnið og höfðu val um hvernig því væri skilað. Þær Dagbjört Lilja Daníelsdóttir og Guðrún Þóra Geirsdóttir gerðu stuttan spurningaþátt sem nefnist Spurt og svarað með Döbbu Danna.
Lesa meira
12.05.2020
Fólk er hvatt til að hjóla í vinnuna og þar eru nemendur okkar engin undantekning. Það er ánægjulegt að sjá að felst allir nemendur notast við reiðhjólahjálm. En það er mikilvægt að yfirfara allan búnað reiðahjóla eftir notkunarleysið yfir vetrartímann.
Lesa meira
30.04.2020
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. maí. Mánudagurinn 4. maí er með sama hætti og skóladagurinn hefur verið undanfarnar vikur. Nemendur og starfsfólk notar þann dag til flutninga og þrifa á sínum svæðum.
Lesa meira
30.04.2020
Eins og á öðrum bókasöfnum er haldin góð skrá yfir útlán á bókum. Skólabókasafnið okkar í Borgarhólsskóla er þar engin undantekning. Sömuleiðis er haldin skrá yfir útlán á spilum. Safnið er vel bókum búið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta lesturs.
Lesa meira
29.04.2020
Nemendur í sjötta bekk útbjuggu þakkaspjöld til að dreifa í samfélaginu. Starfsfólk Nettó, heilsugæslunnar, Hvamms, Grænuvalla, Borgarhólsskóla og á fleiri stöðum fékk hlýjar kveðjur og hvatningarorð á tímum Covid-19 sem hefur sannarlega sett svip sinn á allt samfélagið.
Lesa meira
27.04.2020
Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert. Landsmenn voru hvattir til að fara út og plokka rusl síðastliðinn laugardag. Nemendur í öðrum bekk fóru í út að plokka, flokka og tína rusl í síðastliðinni viku. Þeir horfðu nýlega á Stundina okkar þar sem fjallað var m.a. um áhrif plasts í umhverfinu okkar. Á þessu skólaári var aukin áhersla á náttúrugreinar í öðrum bekk.
Lesa meira