05.03.2020
Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 41% tilfella. Saman mæta foreldrar í 47% tilfella og 12% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 45% tilfella. Það fjölgar lítillega feðrum sem mæta einir og foreldrum fjölgar sem mæta saman í viðtal.
Lesa meira
26.02.2020
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 26. febrúar.
Lesa meira
26.02.2020
Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Þrettán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira
13.02.2020
Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.
Lesa meira
12.02.2020
1 1 2 dagurinn er haldinn ellefta febrúar ár hvert. Hann er samstarfsverkefni Neyðarlínunnar og fjölda aðila sem tengjast neyðarnúmerinu með ýmsum hætti. Þeir eru: Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, heilsugæslustöðvar, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, lögreglan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, slökkviliðin, Samgöngustofa og Vegagerðin.
Lesa meira
11.02.2020
Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar þreyta þessa dagana könnun um eigin hagi. En síðan árið 1992 hafa hagir ungs fólks verið rannsakaðir. Sérstaklega notkun vímuefna. Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Forvarnaraðferðir sem beitt hafði verið og miðuðu að því að kenna ungmennum um skaðsemi vímuefnaneyslu, virtust ekki virka sem skyldi.
Lesa meira
10.02.2020
Nemendur tíunda bekkjar tóku þátt í starfamessa sem fór fram á Akureyri í liðinni viku. Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal norðlenskra fyrirtækja, eftir nám með áherslu í verk-, tækni- og iðngreinum.
Lesa meira
07.02.2020
Það er gott að halda í hefðir. Þorrablót eiga sér langa sögu á Íslandi og ánægjulegt að halda við þeim sið, læra um sögu og menningu með áherslu á mat og geymsluaðferðir á mat. Einn af föstu liðunum í skólanum er að nemendur áttunda bekkjar halda þorrablót. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings en blótið var haldið í gærkveldi með pompi og prakt.
Lesa meira
07.02.2020
Í dag var hvers konar matur í boði fyrir nemendur. Auk þess að bjóða upp á skyr og skyrsúpu og íslenska kjötsúpu þá bauðst nemendum að smakka afgangs þorramat sem var boðið upp á á þorrablótinu í gærkveldi.
Lesa meira
05.02.2020
Nýlega fóru nokkrir nemendur í sjötta og sjöunda bekk í heimsókn í Hvamm. Þar gætir ýmissa grasa og margt sem heimilisfólkið á Hvammi fæst við. Nemendur fengu leiðsögn um húsið og fengu að sjá og upplifa líf heimilisfólksins. Þar er heitur pottur, pool-borð og risa sjónvarpsskjár.
Lesa meira