Fréttir

Að sjást

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira

Forvarnardagurinn gegn einelti

Síðastliðinn föstudag var alþjóðabaráttudagur gegn einelti en daginn ber alltaf upp á áttunda nóvember ár hvert. Einelti, nei, takk! Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Eitt af þema dagsins voru samskipti milli árganga og bekkja. Með verkfærum Jákvæðs aga er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Lesa meira

Grænt gegn einelti

Á morgun, áttunda nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Einelti, nei, takk! Nemendur og starfsfólk ætlar að klæðast grænu sem er táknrænt fyrir þann sem verndar og hjálpar þeim sem lenda í einelti.
Lesa meira

10. bekkur og stuttmyndir í dönsku

Nemendur í tíunda bekk lásu söguna Pigen med det blå hår í dönskutímum og unnu stuttmyndaverkefni úr sögunni. Eftir lesturinn unnu nemendur í hópum og byrjuðu á að gera handrit úr sögunni þar sem aðalatriðin koma fram. Handritinu var skilað til kennara sem fór yfir málfræðina og hvort gott flæði væri í sögunni. Að því loknu voru framburðaræfingar og loks var tími kominn til að taka upp.
Lesa meira

Jól í skókassa

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira

Einn af hverjum fjórum

Alls störfuðu 169 grunnskólar á landinu skólaárið 2018-2019, sami fjöldi og árið áður. Einkaskólar voru 13 talsins. Það er til ansi mikið af tölulegum gögnum varðandi starfsemi grunnskólanna, s.s. hlutfall kennara með réttindi og leiðbeinendur, hlutfall nemenda með erlent ríkisfang o.fl
Lesa meira

Bækur breyta heiminum

Höfundamiðstöð rithöfundasambands Íslands býður grunnskólum landsins upp á bókmenntadagskrá undir nafninu Skáld í skólum. Höfundar sækja skólana heim til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Þeir tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði. Verkefnið er á sínu 14. starfsári og hefur fyrir löngu sannað sig sem ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins, en hátt í 70 mismunandi dagskár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf fyrst göngu sína 2006.
Lesa meira

Að skapa verk undir borði

Að liggja við að mála og skapa. Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa legið undir borði, horft upp í loft kapellunnar undir borði eins og Michelangelo Buonarroti gerði á sínum tíma. Hann fæddist árið 1475 og var ítalskur myndhöggvari, listmálari og arkitekt sem uppi var á endurreisnartímanum. Með frægustu verkum hans eru freskurnar í loftinu í Sixtínsku kapellunni og hvolfþakið á Péturskirkjunni í Róm.
Lesa meira

Að skapa eigið námsumhverfi

Það er mikilvægt að skapa nemendum jákvætt og þægilegt námsumhverfi. Nemendur í Námsveri í teymi átta, níu og tíu tóku sig til undir handleiðslu starfsfólks skólans og sköpuðu sitt eigið námsumhverfi. Það þurfi að ákveða litinn, undirbúa framkvæmdina, gera við skemmdir, pússa og síðan mála.
Lesa meira

Bifur áskorunin – rökhugsun & tölvufærni

Nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk taka þátt í BEBRAS-áskoruninni sem er framkvæmd í upplýsingatæknikennslustundum um miðjan nóvember næstkomandi. Áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni.
Lesa meira