29.11.2019
Hluti af námi nemenda eru skylduvalgreinar. Þannig hafa nemendur áhrif á eigið nám. Ein af skylduvalgreinum Borgarhólsskóla fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk er heilbrigði og velferð. Þar eru viðfangsefnin margskonar sem lúta að bakstri og eldamennsku, útiveru, lífsleikni almennt og margt fleira.
Lesa meira
29.11.2019
Nemendur í sjötta og sjöunda bekk unnu með íslenska tungu í tengslum við dag hennar 16. nóvember síðastliðinn. En íslenskan býr yfir óteljandi orðum um allskonar. Nemendum var falið að eiga samtal við foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi og velja sér síðan uppáhalds orðið sitt í fjórum flokkum; skrýtnasta, fyndnasta, ljótasta og fallegasta orðið.
Lesa meira
22.11.2019
Einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti og er liður í kjarna menntastefnunnar á Íslandi. Starfshættir, inntak náms og umhverfi eiga að taka mið af grunnþáttunum og mynda mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi. Jafnrétti og mannréttindi eru samofin og snerta allt skólastarf. Það er mikilvægt að gera þessi hugtök hluta af skólabrag og menningu hvers skóla.
Lesa meira
20.11.2019
Þeir eru margir velunnarar skólans & pláss fyrir fleiri. Nýlega komu félagar í Lionsklúbbi Húsavíkur færandi hendi í skólann með bókamerki að gjöf. Lionshreyfingin vinnur að alþjóðlegu verkefni gegn treglæsi. Þessi gjöf er liður í því.
Lesa meira
18.11.2019
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira
12.11.2019
Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira
11.11.2019
Síðastliðinn föstudag var alþjóðabaráttudagur gegn einelti en daginn ber alltaf upp á áttunda nóvember ár hvert. Einelti, nei, takk! Á þessum degi unnu nemendur margvísleg verkefni í tengslum við baráttuna gegn þessu samfélagsmeini. Eitt af þema dagsins voru samskipti milli árganga og bekkja. Með verkfærum Jákvæðs aga er unnið að því að gera nemendur að betri manneskjum á hverjum degi.
Lesa meira
07.11.2019
Á morgun, áttunda nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Einelti, nei, takk! Nemendur og starfsfólk ætlar að klæðast grænu sem er táknrænt fyrir þann sem verndar og hjálpar þeim sem lenda í einelti.
Lesa meira
04.11.2019
Nemendur í tíunda bekk lásu söguna Pigen med det blå hår í dönskutímum og unnu stuttmyndaverkefni úr sögunni. Eftir lesturinn unnu nemendur í hópum og byrjuðu á að gera handrit úr sögunni þar sem aðalatriðin koma fram. Handritinu var skilað til kennara sem fór yfir málfræðina og hvort gott flæði væri í sögunni. Að því loknu voru framburðaræfingar og loks var tími kominn til að taka upp.
Lesa meira
01.11.2019
Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira