04.02.2020
Nemendur níunda bekkjar tóku daginn snemma síðastliðinn mánudag. Leiðin lá suður yfir heiðar í nýjar ungmennabúðir UMFÍ í íþróttamiðstöðinni við Laugarvatn. Búðirnar voru áður staðsettar að Laugum í Sælingsdal. Ferðin sóttist vel en hún er ansi löng; Húsavík – Laugarvatn.
Lesa meira
04.02.2020
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 3.-7. febrúar 2020 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.
Sérstök áhersla verður lögð á orkudrykki en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.
Lesa meira
30.01.2020
Hugtakið flensa er almennt notað yfir hverskyns kvefpestir og kverkaskít og réttilega eru margar ólíkar veirusýkingar í gangi á sama tíma sem geta valdið svipuðum einkennum. Ein þessara veirusýkinga kallast inflúensa og er almennt talin sú skæðasta. Hún er bráðsmitandi en fólk verður einnig almennt meira lasið af henni en af öðrum veirusýkingum. Inflúensan er árleg og nær hámarki frá seinni hluta janúar og fram í mars, þó að hennar geti verið vart miklu lengur. Inflúensan orsakast af veiru sem berst manna á milli með úðasmiti (hósta, hnerra) eða með snertingu (hendur), smithætta er meiri innanhúss.
Lesa meira
10.01.2020
Það er ýmislegt sem skólinn gerir til að nám og dvöl nemenda verði sem þægilegust í skólanum. Undanfarin ár er búið að skipta út gömlum borðum og stólum og því verkefni er ekki lokið. Búið er að fjárfesta í mörgum spjaldtölvum til að auka fjölbreytni.
Lesa meira
04.01.2020
Á þemadögum í nóvember síðastliðnum fengust nemendur við jafnrétti í víðum skilningi. Yngstu nemendur skólans könnuðu aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum á Húsavík. Þeir fóru í vettvangsferðir, unnu minnisblað og gerðu nokkrar athugasemdir. Nemendur sendu stofnunum og fyrirtækjum bréf með athugasemdum sínum.
Lesa meira
03.01.2020
Umferðarlög tóku ákveðnum breytingum núna um áramótin. Skylda barna til að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar er færð í lög og nær nú til barna yngri en 16 ára í stað barna yngri en 15 ára. Það þýðir að allir nemendur skulu nota reiðhjólahjálm við hjólreiðar. Notkun snjalltækja er nú sömuleiðis bönnuð reiðhjólafólki á ferð.
Lesa meira
02.01.2020
Til upplýsingar þá er símkerfi skólans óvirkt og verður um sinn. Ástæðan eru rafmagnstruflanir sem voru á svæðinu fyrir jól. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Við bendum á netfangið skoli@borgarholsskoli.is sem og netföng starfsfólks.
Skólastarf hefst mánudaginn 6. jan. næstkomandi. Sáumst.
Lesa meira
20.12.2019
Nemendur fögnuðu saman á Litlu jólum í dag. Í upphafi hittust nemendur í sínum heimastofum til að eiga saman notalega stund áður en haldið var í Salinn. Jólasveinarnir úr Dimmuborgum litu í heimsókn og gerðu glens og gaman í nemendum. Að því loknu var dansað í kringum jólatréð við undirleik stórsveitar Tónlistarskólans. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira
19.12.2019
Hluti nemenda í sjötta og sjöunda bekk vann verkefni í jarðfræði og bjó til eldfjall. Ýmsum efnum var blandað saman og þeir hönnuðu líkan sem þurfti að mála og gera raunverulegt. Úr varð eldfjallaeyja líkt og miðju Kyrrahafinu.
Lesa meira
18.12.2019
Það er löng hefð fyrir söngstund á Sal skólans. Í morgun buðum við gestum að vera með á jólasöngsal og fylltist salurinn af fólki sem vildi njóta þessarar stundar með okkur. Við þökkum fólki kærlega fyrir komuna. Ásta Magnúsdóttir leikur undir á flygilinn ásamt léttsveit frá Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira