Fréttir

Átakanlegur Þjóðleikur

Ein af skylduvalgreinum að þessu sinni fyrir unglingana okkar var leiklist. Borgarhólsskóli var í samstarfsverkefni við Þjóðleikhúsið. En leiklistarverkefnið Þjóðleikur, sem Þjóðleikhúsið hleypti af stokkunum fyrir rúmum tíu árum, hefur vaxið og dafnað ár frá ári. Markmiðið var frá upphafi skýrt og hefur ekkert breyst: Að tengja Þjóðleikhúsið á lifandi hátt við ungt fólk, 13-20 ára, á landsbyggðinni og efla þannig bæði áhuga þess og þekkingu á listforminu.
Lesa meira

Annað sæti í Skólahreysti

Nýlega fóru fram norðurlandsriðlar í Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar öttu kappi nemendur í skólum utan Akureyrar annarsvegar og hinsvegar á Akureyri. Lið Borgarhólsskóla var skipað þeim Alex Jónssyni, Dagbjörtu Lilju Daníelsdóttur, Heimi Mána Guðvarðssyni og Hildi Önnu Brynjarsdóttur auk varamannanna Jóhannesi Óla Sveinssyni og Sylvíu Lind Henrýsdóttur. Þau voru skólanum sínum til mikils sóma
Lesa meira

Allskonar kynsegin

Nýlega kom fulltrúi frá Samtökunum ´78 í heimsókn í skólann. Samtökin eru baráttu- og hagsmunafélag hinsegin fólks á Íslandi. Til hinsegin fólks teljast m.a. samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, eikynhneigðir, trans fólk og intersex fólk.
Lesa meira

Útlán á skólabókasafni

Eins og á öðrum bókasöfnum er haldin góð skrá yfir útlán á bókum. Skólabókasafnið okkar í Borgarhólsskóla er þar engin undantekning. Sömuleiðis er haldin skrá yfir útlán á spilum. Safnið er vel bókum búið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta lesturs.
Lesa meira

Kafað í kvíða

Samkvæmt rannsóknum þjást um 12% Íslendinga af óeðlilegum og sjúklegum kvíða. Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar fóru í morgun á leiksýninguna Fyrirlestur um eitthvað fallegt í Hofi á Akureyri. Viðburðurinn er í boði List fyrir alla í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Akureyrarbæ. Leikverkið fjallar á gamansaman hátt um þetta erfiða málefni, með það að markmiði að vekja fólk til meðvitundar og opna umræðuna enn frekar um geðheilbrigði á Íslandi.
Lesa meira

Evrópsk vímuefnarannsókn

Nýlega tóku nemendur í tíunda bekk þátt í evrópskri vímuefnarannsókn (ESPAD). Rannsóknin heufr verið lögð fyrir íslensk ungmenni í aldarfjórðung og því til gríðarlega mikið af upplýsingum um vímefnanotkun íslenskra ungmenna. ESPAD rannsóknin er gerð á fjögurra ára fresti, víðsvegar um Evrópu og eru þátttakendur grunnskólabörn á aldrinum 15-16 ára (ESPAD, 2018). Markmið rannsóknarinnar er að skoða vímuefnaneyslu unglinga á Íslandi, með tilliti til samskipta þeirra við foreldra. Vímuefnaneysla er hér notað sem yfirheiti yfir áfengisneyslu og öll önnur ávanabindandi efni.
Lesa meira

Lýðræði á matseðli

Hluti af skólastarfi og einn lykilþáttur þess er lýðræði. Einn lítill liður í því er að nemendur fá að velja hvernig matseðill skólans lítur út. Eftir áramót fékk hver árgangur að velja eina máltíð sem skyldi höfð á matseðli einhvern daginn til vors.
Lesa meira

Grái herinn að störfum

Undanfarin ár hafa heldri einstaklingar, afar og ömmur komið með reglulegum hætti í heimsókn í skólann til að hlusta á nemendur lesa. Verkefnið er kallað lestrarafar- og -ömmur og gefist reglulega vel. Nú eru átta til tíu einstaklingar sem sinna þessu sjálfboðaliðastarfi með sóma. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.
Lesa meira

Borgarhólsskóli sigraði í Stóru Upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira

Konur í meirihluta samtala

Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 45% tilfella. Saman mæta foreldrar í 44% tilfella og 11% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 54% tilfella. Það fjölgar lítillega feðrum sem mæta einir og sömuleiðis að foreldrar mæti saman í viðtal.
Lesa meira