Fréttir

Fréttatilkynning frá Menntamálastofnun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út eftirfarandi tilkynningu um samræmd könnunarpróf. Menntamálastofnun vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna nemenda sem þreyttu próf í síðustu viku. Stofnunin mun leita eftir samráði við hagaðila um hvernig staðið verði að nýrri fyrirlögn könnunarprófa í íslensku og ensku. Í framhaldinu verður tilkynnt hvenær ný próf verða lögð fyrir.
Lesa meira

Fokk me - Fokk you

Nemendur sjöunda til tíunda bekkjar fengu fræðslu í morgun frá verkefninu Fokk me-Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.
Lesa meira

Borgarhólsskóli sigraði í Stóru Upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Reykjahlíðarskóla og Þingeyjarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira

Yfirlýsing frá Assessment Systems

Eftirfarandi yfirlýsing barst frá þjónustuaðila samræmduprófanna, Assessment Systems sem sáu um framkvæmd prófanna. Forráðamönnum Assessment Systems þykir afskaplega leitt að framkvæmd prófa skuli hafa raskast með þeim hætti sem raun er á. Við biðjum Menntamálastofnun og nemendur á Íslandi afsökunar á að hafa brugðist trúnaði þeirra og á þeim vandkvæðum sem þetta hefur valdið.
Lesa meira

Yfirlýsing frá Menntamálastofnun

Eftirfarandi yfirlýsing barst frá Menntamálastofnun vegna fyrirlagnar á samræmdu könnunarprófi í ensku: . . . . . Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í ensku í morgun komu upp tæknilegir örðugleikar vegna álags á vefþjón. Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því. Þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir og álagsprófanir hjá þjónustuaðila á prófakerfinu kemur samt í ljós að kerfið stenst ekki þetta álag.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í vikunni fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Þrettán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira

Listi fyrir alla

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Lesa meira

Nemendur í starfamessu

Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar fór fram í annað sinn í dag í Háskólanum á Akureyri. Nemendur tíunda bekkjar skólans fóru saman í rútu í morgun til að taka þátt í messunni. Markmiðið er að grunnskólanemar kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi á Akureyri og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra.
Lesa meira

Óvissustig vegna jarðskjálfta

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá lísti Ríkislögreglustjóri síðastliðinn mánudag í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurland. Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu virkjast ákvæði sem snýr að Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Foreldrar til fyrirmyndar

Foreldrar nemenda fyrsta bekkjar eru með lokaðan hóp á samfélagsmiðlum. Umsjónakennarar eru sömuleiðis í hópnum. Þar fara fram samskipti vegna ýmissa mála. Fyrir öskudag settu foreldrar inn hugleiðingar vegna dagsins vegna skiplags, ráðstafanir með bæjarferð o.fl. Þar kom fram mikilvægi þess að skilja engan útundan.
Lesa meira