Fréttir

Uppskera nemenda á 100 ára afmæli fullveldis

Síðastliðna þrjá daga hafa staðið yfir þemadagar. Í dag uppskáru nemendur og fögnuðu með foreldrum og gestum en skólinn var opinn gestum og gangandi í tilefni dagsins þar sem 100 ára fullveldi Íslands er fagnað. Dagskráin hófst með söngsal þar sem ættjarðarlög með sögulega skírskotun voru sungin, þjóðsöngurinn sunginn og jólalög.
Lesa meira

Fullveldishátíð

Íslendingar fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands 1. desember næstkomandi. Hann ber upp á laugardag. Líkt og margir aðrir skólar landsins þá fagnar Borgarhólsskóli þessum áfanga. Dagurinn var því settur sem nemendadagur á skóladagatalinu fyrir yfirstandandi skólaár.
Lesa meira

Endurskin í myrkri?

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira

Grautur að morgni

Nemendum og starfsfólki býðst nú að fá sér hafragraut í upphafi skóladags. Yngri nemendur skólans fá sér graut áður en skóli hefst klukkan korter yfir átta. Eldri nemendur ljúka einni kennslustund og fá sér svo graut í fyrri frímínútum korter yfir níu. Þessi viðbót í þjónustu við nemendur fer vel af stað og nemendum og starfsfólki líkar vel.
Lesa meira

Störfin í skólanum

Að kanna söguna og skoða störfin. Nemendur í öðrum og þriðja bekk unnu að samþættu verkefni byrjendalæsis og samfélagsgreina um skólasamfélagið á dögunum. Kennarar tengdu saman markmið í báðum þessum greinum eins og að nemendur kynnist sögu síns skóla, setji sig inn í málefni skólasamfélagsins, ræði um réttindi og skyldur sínar í skólasamfélaginu og þjálfist í ritun sendibréfa.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira

Ný heimasíða skólans

Skólinn hefur opnað nýja heimasíðu og næstu daga má búast við einhverjum truflunum á henni. Við vonum að hún verði aðgengilegri og nýtist betur. Unnið er á uppfærslu á efni og gögnum. Sömuleiðis að gera hana gagnvirkari í samskiptum heimilis og skóla.
Lesa meira

Standa saman í hlutverki verndarans

Í dag, 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti líkt og ár hvert. Í ár klæddust nemendur grænu með vísan í græna karlinn en hann er verndari í Eineltishring Olweusar. Hann stígur upp og mótmælir einelti og stendur með þeim sem eru lagðir í einelti.
Lesa meira

Nemendur með íslensku sem annað tungumál

Í skólanum er einn af hverjum ellefu nemendum með íslensku sem annað tungumál eða á heimili þeirra talað annað tungumál en íslenska. Hulda Karen Daníelsdóttir sérfræðingur hjá Menntamálastofnun í íslensku sem annað tungumál var í heimsókn í skólanum í dag. Foreldrum þessara barna bauðst að hitta hana bæði sameiginlega og í einkaviðtölum og voru foreldrar duglegir að nýta sér þessa þjónustu.
Lesa meira

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa

Nemendur bæði fjórða og sjöunda bekkjar fengu í dag afhendar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn, betra viðmið er að horfa á raðeinkunn nemenda. Raðeinkunn segir til um hvar nemandinn er staddur miðað við þá sem þreyttu prófið. Mörg atriði sem nemendur hafa hæfni til, eru ekki metin í prófunum. Sköpun, frumkvæði, gagnrýnin hugsuna, félagshæfni, þrautseigju, samvinnu o.fl. eru þættir sem samræmd könnunarpróf mæla ekki. Það eru hins vegar allt þættir sem skipta miklu máli í daglegu lífi og eru stór hluti af Aðalnámskrá grunnskóla.
Lesa meira