Fréttir

Laus störf

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Kynningarmyndband vegna samræmdra könnunarprófa

Menntamálastofnun hefur gefið út stutt kynningarmyndband vegna niðurstaðna samræmdra könnunarprófa. Í því eru grunnupplýsingar og útskýringar við algengum spurningum sem stofnuninni berast.
Lesa meira

PÁSKAFRÍ, GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ

Nú halda nemendur og starfsmenn glaðir og ánægðir inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla heldur áfram þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi.
Lesa meira

Í tísku núna

Nemendum á unglingastigi hefur staðið til boða að stunda nám í snyrtifræði sem valáfanga. Nemendur hafa lært um umhirðu húðarinnar, nudd og hvers konar förðun. Jafnframt æft sig í handsnyrtingu. Kennari í faginu er Dagbjört Erla Gunnarsdóttir sem er kennari við skólann og einnig snyrtifræðingur.
Lesa meira

Páskaveggur nemenda

Nemendur í 1. bekk voru í miklu páskaskapi enda styttist í páska. Eina helstu hátíð kristinna manna, tími súkkulaðieggja og málshátta. Nemendur unnu páskakrans sem var skreyttur með hvers konar mynstri.
Lesa meira

Skólasamkoma skólans

Á hverju ári setur skólinn upp samkomu þar sem nemendur koma fram, syngja, dansa og leika. Samkoman er liður í fjáröflun 7. bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit að vori. Dagskráin er fjölbreytt að vanda.
Lesa meira

Tólf sækjast eftir störfum deildarstjóra

Áður auglýsti skólinn laus störf þriggja deildarstjóra við skólann. Annarsvegar starf deildarstjóri 1. – 5. bekkjar og deildarstjóri 6. – 10. bekkjar hinsvegar sem eru 100% starf hvort með kennslu, 74% stjórnun. Jafnframt deildarstjóra stoðþjónustu sem er 50% starf.
Lesa meira

Borgarhólsskóli sigraði í Stóru Upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í Safnahúsinu á Húsavík. Átta ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Reykjahlíðarskóla og Þingeyjarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira

Matarsóun í mötuneytinu

Þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1.3 milljón tonn af mat á hverju ári í heiminum. Mat sem er sóað hefði mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða.
Lesa meira