Fréttir

Læsissáttmáli - kynning fyrir foreldra og skólafólk

Vilt þú vita hvað þú getur gert til þess að stuðla að bættu læsi barnsins þíns?
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg kynfræðingur kom í heimsókn fyrir skömmu. Hún átti samtal við nemendur unglingastigs. Nemendum var skipt eftir árgöngum. Sigga hefur ferðast um landið með fræðsluerindi til unglinga og foreldra. Hún hefur skrifað pistla, starfað í útvarpi, gefið út hvers konar efni og komið víða fram til að ræða um kynlíf.
Lesa meira

Alþjóðadagur kennara

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október ár hvert. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á degi hverjum. Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra.
Lesa meira

Skipulagsdagur

Næstkomandi þriðjudag, 4. okt. er skipulagsdagur í skólanum. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag.
Lesa meira

Samtal heimilis & skóla

Næstkomandi mánudags, 3. október fer fram samtal heimilis og skóla. Þennan dag er því engin kennsla samkvæmt stundaskrá. SAmkvæmt skólanámskrá skólans er eitt meginmarkmið er að fara yfir náms- og félagslega stöðu nemandans og gera áætlun um framhaldið.
Lesa meira

„Á ég að sprauta honum“

Líkt og undanfarin ár að haustlagi býðst starfsfólki skólans að láta bólusetja sig gegn flensu. Bólusetningar hafa verið almennar hér á landi í marga áratugi og þátttaka í þeim er mikil og þess vegna ekki gerð að skyldu.
Lesa meira

Að lesa fyrir ömmu

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Allar eru þær fyrrverandi starfsmenn skólans eða leikskólans en þær Helga Þórarinsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Rannveig Benediktsdóttir koma tvisvar í viku.
Lesa meira

Óskir íslenskra barna

Nemendur voru viðstaddir opnun ljósmyndasýningar Ástu Kristjánsdóttur í Safnahúsinu á Húsavík núna í morgun. Sýningin ber nafnið Óskir íslenskra barna og er sterk og áhrifamikil sýning. Um leið ákveðin ádeila á samtímann og vitundarvakning.
Lesa meira

Bieber tæmir skólann

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á hefðbundið skólastarf. Á þessum tíma árs voru nemendur gjarnan fjarverandi vegna gangna og rétta. Það hefur aukist að nemendur fari í utanlandsferðir á skólatíma eða vegna annarra leyfa.
Lesa meira