17.03.2017
Á unglingastigi er tæknilego valáfangi í boði. Þar er unnið með hönnun, sköpun og forritun. Nemendur smíða hvers konar hluti bæði eftir fyrirmælum og eigin hugmyndaflugi. Áfanginn hefur gefist vel og vekur áhuga margra nemenda.
Lesa meira
16.03.2017
Störf deildarstjóra 1.-5. bekkjar og 6.-10.bekkjar við Borgarhólsskóla eru laus til umsóknar. Um er að ræða störf í stjórnunarteymi skólans. Einnig er laust til umsóknar 50% starf deildarstjóra stoðþjónustu (með möguleika á kennslu á móti 50%) en frá og með hausti 2017 verða tveir deildarstjórar stiga og einn deildarstjóri stoðþjónustu við skólann. Þeir bera ábyrgð á og stjórna daglegu starfi skólans.
Lesa meira
09.03.2017
Starfsmenn skólans þurfa að fara inn á slóðina http://portal.office.com til að skrá sig inn í vefpóst. Hlekkurinn efst á forsíðunni verður uppfærður fljótlega.
Lesa meira
08.03.2017
Tölvupóstur starfsfólks skólans virkar ekki sem skyldi og óvíst að póstur berist hvorki inn né út. Við biðjum fólk að nota samfélagsmiðla eða síma ef koma þarf skilaboðum til fólks. Ástæðan er flutningur og endurbætur á tölvukerfi skólans, netþjóni og tölvupósti. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda en vonandi kemst þetta í lag í þessari viku.
Lesa meira
08.03.2017
Í dag fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Tíu nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri en keppnin fór fram í Sal skólans.
Lesa meira
01.03.2017
Í Borgarhólsskóla er kennt á Öskudegi og nemendur og starfsfólk mætti flest í búning í tilefni dagsins. Pakki utan af morgunkorni, kúreki eða sjálfur þrumuguðinn Þór spígsporuðu um ganga skólans fullit tilhlökkunar enda stóð til að ganga í verslunar- og þjónustufyrirtæki í bænum.
Lesa meira
28.02.2017
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) hefst mánudaginn 6. mars og lýkur mánudaginn 10. apríl. Í grunnskólum sínum fá nemendur afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina sent á lögheimili sitt.
Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Lesa meira
22.02.2017
Margir nemendur skólans iðka íþróttir af kappi og leggja sig alla fram. Það er ánægjulegt þegar þeir skara fram úr á landsvísu. En nokkrir nemendur skólans taka þátt í æfingum og leikjum fyrir Íslands hönd í sinni íþróttagrein.
Lesa meira
21.02.2017
Síðastliðna helgi fór fram hin árlega söngkeppni Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Nemendur í grunnskólum á svæðinu geta jafnframt tekið þátt. Nokkrir nemendur úr Borgarhólsskóla tóku þátt og stóðu sig vel.
Lesa meira
15.02.2017
Það hefur viðrað vel á nýju ári, verulega snjólétt og hiti jafnvel yfir 10°C núna í febrúar. Starfsfólk skólans hefur nýtt tækifærið til að hreinsa til í kringum skólann, skola ryki og skít af skólalóðinni.
Lesa meira