Fréttir

„Á ég að sprauta honum“

Líkt og undanfarin ár að haustlagi býðst starfsfólki skólans að láta bólusetja sig gegn flensu. Bólusetningar hafa verið almennar hér á landi í marga áratugi og þátttaka í þeim er mikil og þess vegna ekki gerð að skyldu.
Lesa meira

Að lesa fyrir ömmu

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Allar eru þær fyrrverandi starfsmenn skólans eða leikskólans en þær Helga Þórarinsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Rannveig Benediktsdóttir koma tvisvar í viku.
Lesa meira

Óskir íslenskra barna

Nemendur voru viðstaddir opnun ljósmyndasýningar Ástu Kristjánsdóttur í Safnahúsinu á Húsavík núna í morgun. Sýningin ber nafnið Óskir íslenskra barna og er sterk og áhrifamikil sýning. Um leið ákveðin ádeila á samtímann og vitundarvakning.
Lesa meira

Bieber tæmir skólann

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á hefðbundið skólastarf. Á þessum tíma árs voru nemendur gjarnan fjarverandi vegna gangna og rétta. Það hefur aukist að nemendur fari í utanlandsferðir á skólatíma eða vegna annarra leyfa.
Lesa meira

Námskeið - Tuðfrítt uppeldi

Örnámskeið fyrir foreldra grunn - og leikskólabarna
Lesa meira

Dansandi unglingar

Dans var lengi vel sérstök námsgrein í grunnskóla en fellur nú undir íþróttir. Unglingarnir okkar báðu um að fá að dansa í vikunni og sjálfsagt að verða við því. Í morgun fór fram dansiball þar sem unglingarnir koma saman dansa línudans, gömlu dansana og svokallaðan hlöðudans.
Lesa meira

Upphaf skólaársins

Sólin skein skært, íslenski fáninn við hún og bros á hverjum manni enda mikil tilhlökkun núna þegar skólastarf er hafið með hefðbundnum hætti. Nemendur, foreldrar og starfsfólk kom saman á stuttri athöfn við upphaf skólaársins. Framundan eru ný ævintýri.
Lesa meira

Framkvæmdir við skólann

Nú standa yfir ýmsar framkvæmdir við skólann enda hefst skólastarf með hefðbundnum hætti í vikunni. Búið er að slípa upp gólfið í matsalnum og skipta um þak á þeim hluta byggingarinnar. Gamli skorsteinninn sem stóð upp úr miðja þakinu var fjarlægður. Jafnframt hafa gluggar í eldri byggingunni verið málaðir að utan.
Lesa meira

Starfsfólk á námskeiði

Hluti starfsfólks skólans sat á námskeiði í dag um uppeldisstefnu skólans. Skólum á Íslandi er skylt að hafa uppeldisstefnu en nýráðið starfsfólk sem og það starfsfólk sem ekki hefur sótt fræðslu í Jákvæðum aga sat námskeiðið.
Lesa meira