Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Grunnskólunum á Bakkafirði og Þórshöfn og Þingeyjarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira

Vertu næs

Nemendur unglingastigs fengu fyrirlestur hjá Rauða kross Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um að fólk eigi að bera virðingu fyrir náunganum, sama af hvaða uppruna hann er. Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíuþúsund einstaklingar.
Lesa meira

Emil í Kattholti kveður

Sýningum er nú lokið hjá nemendum 7. bekkjar á Emil í Kattholti. Tvær aukasýninar fóru fram eftir páska og voru þær vel sóttar. Nemendur 7. bekkjar Borgarhólsskóla þakka þeim sem aðstoðuðu sig við uppsetningu á verkinu kærlega fyrir. Skólinn þakkar jafnframt þeim sem komu að skólasamkomunni með einum eða öðrum hætti. Samkoman tókst vel þetta árið líkt og undanfarið.
Lesa meira

Páskafrí, gleðilega páskahátíð

Nú halda nemendur og starfsmenn glaðir og ánægðir inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. mars næstkomandi. Þeir eru margir málshættirnir og HÉR má finna upplýsingar um málshætti og skemmtileg verkefni þeim tengd, eins og Dropinn holar harðan stein.
Lesa meira

Kennarar Borgarhólsskóla sýna góða fagþekkingu

Menntamálastofnun hefur gefið út skýrslu í kjölfar ytra mats á Borgarhólsskóla. Stofnunin gerir reglulega úttekt á grunnskólum landssins og óskaði Borgarhólsskóli og Norðurþing eftir úttektinni að þessu sinni. Matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis og byggir á skyldum ríkis og sveitarfélaga í samræmi við lög um grunnskóla.
Lesa meira

Menningarvika hjá 1. bekk

Þessa síðustu viku fyrir páskafrí hefur 1. bekkur verið mjög menningarlegur og heimsótt söfn og horft á leiksýningu.
Lesa meira

Ilmurinn af páskalambinu

Venju samkvæmt verður páskalambið borið fram í mötuneyti skólans að sveitasið. Ilminn úr eldhúsinu hefur lagt um allan skólann og nemendur og starfsfólk með vatnið í munninum. Þær Hjördís og Sigríður voru ánægðar með lambið enda einfalt, salt, pipar & laukur með hefðbundinni soðsósu.
Lesa meira

Skólaskákmót

Í vikunni fór fram skólaskákmót Borgarhólsskóla. Nokkrir nemendur iðka skákina undir leiðsögn Hermanns Aðalsteinssonar. Nemendur æfa einu sinni í viku og tefla frjálst þess á milli.
Lesa meira

Kynheilbrigði

Nemendur 10. bekkjar fengu fræðslu um kynheilbrigði. Unnið er út frá nýju fræðsluefni sem Landlæknir gefur út. Skólahjúkrunarfræðingur annast fræðsluna og er hún kynjaskipt.
Lesa meira

Stærsta dýr Jarðar

Nemendur 8. bekkjar fór í heimsókn í Hvalasafnið í vikunni að skoða grindina af steypireyðinni sem nú er komin til sýningar í safninu.
Lesa meira