Fréttir

Gleðileg jól

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kærar þakkir fyrir gott og gefandi samstarf á árinu sem er að líða. Hátíðarkveðja í öll hús frá starfsfólki Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Litlu jólin

Tímasetningar Litlu jóla
Lesa meira

Jólabók

Nemendur í 5. bekk eru að vinna í „jólabók“ en þar fást krakkarnir við verkefni tengd jólum og jólahaldi.
Lesa meira

Nemendur í 1.bekk syngja

Börnin í 1. bekk hafa verið dugleg að syngja ásamt umsjónarkennurum í desember. Ákveðið var að enda söngsyrpuna fyrir jól á því að fara og heimsækja heimilisfólk í Hvammi og Skógarbrekku og leyfa þeim að njóta söngsins. Varð þetta hin skemmtilegasta ferð og börnin stóðu sig frábærlega. Mjög vel var tekið á móti þeim bæði með fallegum brosum og veitingum. Kærar þakkir fyrir okkur. 1. bekkur.
Lesa meira

Jólasveinahúfur

Á morgun, þriðjudaginn 16.desember, verður jólasveinahúfudagur hjá okkur í Borgarhólsskóla - við hvetjum alla til að mæta með jólasveinahúfur.
Lesa meira

Athugið!

Gera má ráð fyrir mjög skertu skólahaldi í dag 15. desember vegna veðurs. Skólinn er öllum opinn sem þess þurfa en við hvetjum fólk til að hafa börn heima sé þess kostur.
Lesa meira

Verkstæðisdagur

Á morgun þriðjudaginn 9. desember er verkstæðisdagur hjá okkur í Borgarhólsskóla
Lesa meira

Lausnahjólið

Lausnahjólið er eitt af ,,verkfærum“ jákvæðs aga.
Lesa meira

Heimsókn

Nemendur í samfélagsfræði í 9. bekk fengu góðan gest í heimsókn í morgun. Karen Erludóttir, ungur Húsvíkingur sem dvaldi nýlega sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli í bænum Begoro í Ghana heimsótti þá.
Lesa meira

Náttfatadagur

Föstudaginn 14. nóvember verður náttfatadagur hjá okkur hérna í Borgarhólsskóla, hvetjum alla til að koma í náttfötum þann dag.
Lesa meira