Fréttir

1.maí og Þeistareykir

Nú gengur maímánuður í garð og hefst með hátíðisdegi / frídegi eins og áður. Það verða þó ekki allir í skólanum í fríi þennan dag. Valhópurinn Heilbrigði og velferð ætlar að \"leggjast út\" með kennurum sínum. Þeir fara á fimmtudagsmorgun og koma heim síðla dags á föstudag. Björgunarsveitin Garðar mun flytja hópinn upp á Þeistareykir og þar verður án efa ýmislegt brallað, bæði skemmtilegt og fræðandi.
Lesa meira

ABC barnahjálp

Nemendur í 5. bekk gengu í hús fyrir páska og söfnuðu fyrir ABC-barnahjálpina. Alls söfnuðust 210.515 krónur sem er aldeilis frábært hjá þeim. Peningurinn rennur til hjálparstarfa í Afríku og/eða Asíu.
Lesa meira

Páskafrí

Þá er páskafríið runnið upp og vonum við að allir njóti þess. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 22.apríl.
Lesa meira

Gulur dagur

Á morgun er gulur dagur í skólanum, til heiðurs páskaungunum.
Lesa meira

Skólasamkoma Borgarhólsskóla

7. bekkur sýnir leikritið Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegård
Lesa meira

Samvinnuverkefni 5. bekkjar og Tungu

Undanfarnar vikur hafa 5. bekkur og Tunga verið að vinna verkefni saman í litlum hópum. Verkefnin voru um herramennina. Krakkarnir í 5. bekk lásu bækur um herramennina, síðan litaði og skreytti hver hópur sína mynd. Við lukum verkefninu með því að hittast í skólanum og skoða verkefnin. Við buðum foreldrum að koma. Síðan enduðum við á því að lita herramannamyndir og fórum út að leika. Kveðja, nemendur í 5. bekk
Lesa meira

Blár dagur á miðvikudag í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar

Við ætlum að hafa bláan dag, miðvikudaginn 2. apríl n.k. í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Um heim allan er fólk hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu og í ár ætlum við að taka þátt. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á miðvikudaginn. Áhugasamir eru hvattir til að smella myndum af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum „Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu“. Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má endilega merkja þær #blar2april og #einhverfa.
Lesa meira

Stóra Upplestrarkeppnin

Aðalkeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var á föstudaginn í Safnahúsinu. Nemendur sem tóku þátt stóðu sig allir með prýði og vöktu stolt allra sem á hlýddu. Borgarhólsskóli hreppti að þessu sinni annað og þriðja sætið. Í öðru sæti var Tinna Valgeirsdóttir og í því þriðja Steinarr Bergsson. Til hamingju krakkar!
Lesa meira

Útivistardagur

Á morgun fimmtudag er útivistardagur fyrir nemendur 1.-7. bekkjar. 1.-4. b er úti frá klukkan 9.15 - 11.20, þá er hádegismatur og kennslu lýkur 13.20 eins og venjulega. 5.-7. b er úti 12.20 - 14.00 og er þá skóladegi lokið. Nemendur verða að koma klæddir eftir veðri og munum að það er betra að vera of mikið klæddur en of lítið. Fjölmörg afþreying verður í boði s.s sparkvellir, snjó-húsa/karlagerð, sund og þotubrekkur. Þeir sem hugsa sér að renna hafi með sér þotur eða annað slíkt og þeir sem ætla í sund komi með sundfötin, að sjálfsögðu. Á föstudag er fyrirhuguð útivist fyrir unglingastig frá klukkan 10.30 fram að hádegismat.
Lesa meira

Látum veðrið ekki á okkur fá

Nemendur í valáfanganum Heilbrigði og velferð létu óveðrið fyrir helgi ekki á sig fá. Það var mikil eftirvænting í hópnum þegar hann tók sig til á föstudaginn sl.
Lesa meira