31.03.2014
Við ætlum að hafa bláan dag, miðvikudaginn 2. apríl n.k. í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Um heim allan er fólk hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu og í ár ætlum við að taka þátt. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á miðvikudaginn. Áhugasamir eru hvattir til að smella myndum af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu. Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má endilega merkja þær #blar2april og #einhverfa.
Lesa meira
31.03.2014
Aðalkeppni Stóru Upplestrarkeppninnar var á föstudaginn í Safnahúsinu. Nemendur sem tóku þátt stóðu sig allir með prýði og vöktu stolt allra sem á hlýddu. Borgarhólsskóli hreppti að þessu sinni annað og þriðja sætið. Í öðru sæti var Tinna Valgeirsdóttir og í því þriðja Steinarr Bergsson. Til hamingju krakkar!
Lesa meira
26.03.2014
Á morgun fimmtudag er útivistardagur fyrir nemendur 1.-7. bekkjar.
1.-4. b er úti frá klukkan 9.15 - 11.20, þá er hádegismatur og kennslu lýkur 13.20 eins og venjulega.
5.-7. b er úti 12.20 - 14.00 og er þá skóladegi lokið.
Nemendur verða að koma klæddir eftir veðri og munum að það er betra að vera of mikið klæddur en of lítið. Fjölmörg afþreying verður í boði s.s sparkvellir, snjó-húsa/karlagerð, sund og þotubrekkur.
Þeir sem hugsa sér að renna hafi með sér þotur eða annað slíkt og þeir sem ætla í sund komi með sundfötin, að sjálfsögðu.
Á föstudag er fyrirhuguð útivist fyrir unglingastig frá klukkan 10.30 fram að hádegismat.
Lesa meira
25.03.2014
Nemendur í valáfanganum Heilbrigði og velferð létu óveðrið fyrir helgi ekki á sig fá.
Það var mikil eftirvænting í hópnum þegar hann tók sig til á föstudaginn sl.
Lesa meira
21.03.2014
Þeir sem ætla að halda börnum sínum heima í dag föstudag, eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 4646140 eða á netfangið skoli@borgarholsskoli.is.
Lesa meira
20.03.2014
Við hvetjum foreldra til að hafa börn sín heima í dag vegna veðurs. Skólinn er að sjálfsögðu opinn og starfsfólk við vinnu og allir velkomnir sem vilja og komast.
Lesa meira
19.03.2014
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk grunnskóla í Suður-Þingeyjarsýslu verður haldin í Safnahúsinu Húsavík föstudaginn 28. mars n.k. og hefst kl. 14:00.
Lesa meira
18.03.2014
Á hverju hausti hafa iðjuþjálfar skólans farið í bekki þar sem kennara hafa óskað eftir aðstoð við að stilla borð eftir þörfum hvers nemanda. Á síðustu árum hefur reyndar oft komið í ljós að stólar passa ekki nægilega vel við barnið sem á að sitja á þeim.
Lesa meira
14.03.2014
Við bjóðum velkominn til starfa nýjan húsvörð Hilmar D. Björgvinsson en hann mun gegna starfinu í fjarveru Einars Friðbergssonar til vors.
Lesa meira
13.03.2014
Við viljum minna foreldra á frammistöðumatið inn á Mentor. Það er mikilvægur þáttur matsins að allir taki þátt. Þá getur þátttaka í námsmatinu verið tækifæri fyrir foreldra og nemendur að ræða námið, frammistöðu, metnað og fleira.
Lesa meira