Öskudagur

Öskudagsgleðin var mikil í skólanum og léku allir við hvern sinn fingur.
Lesa meira

Öskudagur

Kennt er skv. stundaskrá allra bekkja til klukkan 12.00 þennan dag. Nemendur borða áður en skóla lýkur. Við hvetjum alla til að mæta í búning og hafa gaman af. Frístundaheimilið Tún opnar kl. 12.00 fyrir þá nemendur sem þar eiga að vera. Þá minnum við á Öskudagsdagskránna í Íþróttahöllinni. Vetrarfrí hefst kl. 12.00 sama dag. Nemendur mega svo mæta í skólann að nýju mánudaginn 10.mars skv. stundaskrá.
Lesa meira

Enginn titill

Ég er ekki svo skynsamur, ég gefst bara ekki upp. (Albert Einstein)
Lesa meira

Enginn titill

Sá er flytur fjall byrjar að bera steinvölur.(Kínverskt)
Lesa meira

Enginn titill

Mesti árangurinn byggist ekki á því að mistakast aldrei, heldur á því að gefast aldrei upp. (Nelson Mandela)
Lesa meira

Bleikur dagur

Á mánudaginn, 24. febrúar, verður bleikur dagur í Borgarhólsskóla.
Lesa meira

Þingdagur-símenntun

Í dag hafa um 130 starfsmenn leik- og grunnskóla á skólaþjónustusvæði Norðurþings setið við endurmenntun í Borgarhólsskóla. Dagurinn hófst með fyrirlestri Jón Baldvins Hannessonar um lykilhæfni og nýja Aðalnámskrá. Nýtt mötuneyti sá öllum fyrir veislumat í hádegishléi og að því loknu tóku við málstofur og var um margt fróðlegt að velja s.s. Útikennslu í leikskóla, Jákvæðan aga, Björgunarsveitarval, Nýsköpun og Samskipti við börn. Að lokum hélt Kristján Már sálfræðingur fyrirlestur um Streitu og álag og streitustjórnun. Nemendur í útskriftarárgangi FSH sáu um að nóg væri til af kaffi og með því i öllum hléum og stóðu vaktina með stakri prýði.
Lesa meira

Söfnum hlýjum nýjum fötum fyrir Sýrland

6. bekkur í 14 stofu í Borgarhólsskóla á Húsavík hefur í vikunni verið að vinna verkefni um Sýrland og reynt að setja sig í spor barnanna í landinu. Kveikjan að þessu verkefni var mynd af dreng frá Sýrlandi er birtist á mbl.is þar sem Rauði Krossinn biðlar til landsmanna um að safna hlýjum nýjum fötum. Nemendur ásamt kennara sínum Guðrún Kristinsdóttur og foreldrum ákváðu að taka þátt í þessari söfnun og um leið kynna sér landið. Stefnan var sett á að safna 14 flíkum vegna þess að nemendur eru 14 í bekknum. Í morgun afhentu krakkarnir formanni Rauða Krossins á Húsavík, Halldóri Valdimarssyni 100 flíkur, afrakstur kennara og foreldra þar á meðal mikið af vettlingum. Það er von krakkanna að þetta komi börnunum í Sýrlandi að góðum notum og færi þeim hlýju.
Lesa meira

Starfsdagur

Við viljum vekja athygli á skipulagsdegi starfsfólks föstudaginn 14.febrúar – nemendur geta því miður ekki mætt í skólann þann dag.
Lesa meira

Hundraðdagahátið

Í gær, fimmtudaginn 30.janúar, var hundraðdagahátið hjá 3.bekk. Þá gerðum við okkur dagamun í tilefni þess að við vorum búin að vera 100 daga í skólanum á þessu skólaári.
Lesa meira